Tik

Sæl öll sömul. Nú eru fyrstu gestirnir farnir og allt gekk mjög vel og þau fóru héðan mjög ánægð með allt saman Brosandi og von er á fleiri gestum á miðvikudaginn n.k.

En Tryggur er í fínu fjöri og það er tík hjá honum núna og svo er bara að vonast eftir hvolpalingum á næstuni! En hún er önnur tíkin sem Tryggur fær til sín og það gekk mjög vel og líkur verða á hvolpum þaðan, svo hann Tryggur minn er nú voða vinsæll hjá kvenþjóðini enda mjög fallegur þessi elska.

Núna er bara að bíða og vona.

En núna skulum við aðeins minnast á veðurfar hérna í Dk,,, í dag var nú skýjað og smá andvari og 27,8 stiga hiti og það var nú bara vel þegið eftir allan þennan hita og steikjandi sól en hinsvegar er von á svoleiðis veðri aftur eftir helgi en á sunnudag er spáð þrumum og eldingum Tala af sér

 

Jæja ég bið að heilsa í bili.

Kveðja Daddý. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband